Stjórnandi hjá Nordic Visitor fær stjórnendaverðlaun Stjórnvísi
Þóra Björk Þórhallsdóttir forstjóri Nordic Visitor hlaut sjórnendaverðlaun Stjórnvísi í flokki yfirstjórnenda. Við höfum átt náið og einkar farsælt samstarf við Nordic Visitor frá 2011 og Þóra er einstaklega vel að þessum titli komin. Við óskum Þóru og öðrum verðlaunahöfum innilega til hamingju!
Helga Lára Haarde hefur verið ráðin í starf sérfræðings hjá Attentus – mannauði og ráðgjöf. Attentus hefur um árabil unnið ýmsar kannanir, úttektir og greiningar fyrir viðskiptavini og mun Helga Lára koma að frekari þróun þessara afurða. Hún kemur til Attentus frá Maskínu ehf. og hefur víðtæka reynslu af viðhorfsrannsóknum, bæði megindlegum og eigindlegum. Helga hefur […]
Skemmtileg kynning á LEGO SERIOUS PLAY aðferðafræðinni hjá N1. Við leggjum til sérhæfðan leiðbeinanda sem hefur unnið með aðferðina m.a. hjá Legó í Danmörku. Aðferðin hentar við stefnumótun, til að bæta samskipti o.fl.
LEGO vinnustofur er ný þjónusta sem Attentus býður upp á. Starfsmaður okkar, Birna Kristrún Halldórsdóttir, vinnusálfræðingur, er vottaður LEGO® SERIOUS PLAY® leiðbeinandi og hefur haldið vinnustofur fyrir viðskiptavini okkar þar sem fengist er við stefnumótun, samskipti o.fl. Hún starfaði m.a. fyrir LEGO í Danmörku.
Árni Stefánsson hefur hafið störf hjá okkur. Árni er góður liðsauki og við hlökkum til að starfa áfram með honum en við áttum ánægjulegt samstarf við hann sem forstjóra Vífilfells en hann starfaði sem slíkur sl. 10 ár en hóf störf hjá fyrirtækinu 1998.
Árni hefur mikla þekkingu á stjórnendastörfum, stefnumótun, mannauðsmálum, skipulagi reksturs með áherslu á markaðs- og sölumál og breytingastjórnun.
Attentus hefur gert samning við Te og kaffi um bakhjarl í mannauðsmálum. Við hlökkum til að aðstoða þetta flotta fyrirtæki í að stíga skref í áttina að skilvirkari mannauðsmálum.
Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur hefur frá stofnun árið 2012 styrkt efnalitlar konur til náms í þeim tilgangi að gefa þeim aukin tækifæri á vinnumarkaði.
Attentus hefur gert samning við Te og kaffi um bakhjarl í mannauðsmálum. Við hlökkum til að aðstoða þetta flotta fyrirtæki í að stíga skref í áttina að skilvirkari mannauðsmálum.
Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur hefur frá stofnun árið 2012 styrkt efnalitlar konur til náms í þeim tilgangi að gefa þeim aukin tækifæri á vinnumarkaði.