EFST Á BAUGI

Drífa komin til okkar

Hún Drífa er komin til okkar. Hún er mannauðsstjóri til leigu og mun m.a. sinna undirbúningi jafnlaunavottunar og verkefnastjórnun við innleiðingu.

Drífa Sigurðardóttir lauk M.Sc. námi í opinberri stjórnsýslu frá Strathclyde University, Glasgow, og BA í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Drífa hefur mikla reynslu af mannauðsmálum, stefnumótun fyrirtækja, sameiningum, rekstri og hagræðingu, verkefnastjórnun, innleiðingu og rekstri gæðakerfa, jafnréttismálum og kjara- og launamálum.

Drífa starfaði hjá Isavia sem mannauðsstjóri í Reykjavík 2016-2017. Hún var starfsmannastjóri hjá Mannviti 2007-2015, sat þar í framkvæmdastjórn og tók þátt í stefnumótun mannauðsmála fyrir Mannvit og dótturfyrirtæki þess. Drífa er aðalmaður í stjórn lífeyrissjóðsins Birtu. Hún tók þátt í stofnun Flóru, félags mannauðsstjóra á Íslandi, sat þar í stjórn í alls 5 ár.

Skráðu þig á póstlistann