EFST Á BAUGI

Attentus og Kara Connect gera samstarfssamning

Attentus býður, fyrst íslenskra mannauðsfyrirtækja, upp á markþjálfun og mannauðsráðgjöf í fjarvinnslu með hugbúnaðinum Kara Connect. Við getum nú boðið markþjálfun og mannauðsráðgjöf í öruggu fjarvinnsluumhverfi sem getur nýst fyrirtækjum og stofnunum um allt land og getur að auki komið sér einkar vel núna á tímum heimsfaraldurs COVID-19 veirunnar.

Kara Connect hefur sett öryggið í fyrsta sæti og býður uppá GDPR vottaða lausn sem stenst kröfur landlæknis og kröfur persónuverndarlaga (GDPR ).

Eini búnaðurinn sem viðskiptavinurinn þarf til að nýta fjarþjónustu Attentus er tölva með hljóðnema og myndavél.

Hafið samband við okkur í gegnum tölvupóst attentus@attentus.is eða með því að hafa beint samband við ráðgjafa okkar. 

Skráðu þig á póstlistann