EFST Á BAUGI

Erlendur Stefánsson nýr ráðgjafi hjá Attentus

Erlendur Stefánsson hefur gengið til liðs við Attentus – mannauð og ráðgjöf. Erlendur verður hluti af jafnlaunateymi Attentus og sinnir að auki  verkefnum á sviði samfélagsábyrgðar, breytingastjórnunar og stefnumótunar.  Erlendur hefur góða þekkingu og reynslu á sviði stjórnkerfa, stefnumótunar, úttekta og vottana. Hann hefur starfað sem gæða- og þróunarstjóri á sviði sjávarafurða um árabil, síðast sem forstöðumaður gæðamála HB Granda (nú Brim), þar sem hann kom auk gæðamála að stýringu stefnumótunar félagsins og verkefnum á sviði samfélagsábyrgðar. Erlendur er í mastersnámi í Stjórnun nýsköpunnar við Háskólann í Reykjavík og er með B.Sc. gráðu í matvælafræði frá Háskóla Íslands. 

Attentus hefur unnið með yfir 50 fyrirtækjum og stofnunum að innleiðingu á jafnlaunavottuninni, þ.á.m. Árborg, BYKO, Flensborg, Íbúðalánasjóði, Icelandair, Íslandsbanka, Landsbankanum, Vinnueftirlitinu og Öryggismiðstöðinni. Ráðgjöf Attentus felst í aðstoð við uppsetningu gæðakerfis, starfaflokkun, innri úttektum, jafnlaunagreiningum og aðstoð þegar úttekt fer fram.  


Skráðu þig á póstlistann