EFST Á BAUGI

Attentus í samstarf við PayAnalytics um launagreiningar. Nýtist þeim sem Attentus aðstoðar við jafnlaunavottun.

Attentus og PayAnalytics hafa skrifað undir samstarfssamning. Markmiðið með samningnum er að bjóða upp á lausn sem styður betur við fyrirtæki og stofnanir við launagreiningar. Hugbúnaður PayAnalytics byggir á tölfræðilegri aðferðarfræði sem greinir launamun og dregur fram þær breytingar sem þarf að gera á launasetningu til útrýma kynbundnum launamun á sem hagkvæmastan hátt. Hugbúnaðurinn mun ekki síst nýtast þeim fyrirtækjum og stofnunum sem Attentus aðstoðar við jafnlaunavottun.

Lausn PayAnalytics hlaut Gulleggið árið 2016 og hefur verið í þróun frá árinu 2015.

Nánari upplýsingar gefur Drífa Sigurðardóttir, ráðgjafi hjá Attentus, sími 8535302.

Á myndinni eru Drífa Sigurðardóttir, ráðgjafi um jafnlaunavottun hjá Attentus og Margrét Bjarnadóttir, annar ef eigendum PayAnalytics.

Skráðu þig á póstlistann