EFST Á BAUGI

Helga Lára Haarde nýr starfsmaður

Helga Lára Haarde hefur verið ráðin í starf sérfræðings hjá Attentus – mannauði og ráðgjöf. Attentus hefur um árabil unnið ýmsar kannanir, úttektir og greiningar fyrir viðskiptavini og mun Helga Lára koma að frekari þróun þessara afurða. Hún kemur til Attentus frá Maskínu ehf. og hefur víðtæka reynslu af viðhorfsrannsóknum, bæði megindlegum og eigindlegum.

Helga hefur einnig verið aðstoðarkennari við Háskóla Íslands og kennt þar meðal annars aðferðarfræði rannsókna.

 

Helga Lára lauk MS gráðu í félags-og vinnusálfræði frá Háskóla  Íslands og B.Sc. í sálfræði frá sama skóla.

Skráðu þig á póstlistann