EFST Á BAUGI

Árangursrík endurgjöf og undirbúningur áminningarferlis

  • Námskeið fyrir stjórnendur í opinberu umhverfi hjá ríki og sveitarfélögum sem vilja veita árangursríka endurgjöf og auka hæfni sína í að taka á erfiðum starfsmannamálum.
  • Stuðst verður við aðferðir markþjálfunar við að veita leiðréttandi endurgjöf og hvernig er hægt að leiða endurgjafarsamtalið í átt að úrbótum.
  • Farið verður yfir faglega úrlausn mála þegar endurgjöf skilar ekki tilætluðum árangri.

Leiðbeinendur:

Guðríður Sigurðardóttir, stjórnendaráðgjafi og markþjálfi

Inga Björg Hjaltadóttir, stjórnendaráðgjafi, lögmaður og sérfræðingur í vinnurétti

Hvenær: 

Fyrri hluti, mánudagur 3. júní kl. 13-16

Seinni hluti, þriðjudagur 4. júní kl. 9-12

Hvar:

Suðurlandsbraut 4, 4. hæð

Nánar um Ingu Björgu og Guðríði

Inga Björg lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands og hefur lögmannsréttindi. Hún hefur um langt árabil unnið að ráðgjöf á sviði vinnuréttar, s.s. gerð kjarasamninga, vegna áminninga, uppsagna og starfsloka auk mannauðsstjórnunar, stjórnendaþjálfunar, stefnumótunar, launa- og jafnlaunagreiningar og jafnréttisáætlana. Inga er formaður kjaranefndar Reykjavíkurborgar og dómari í Félagsdómi, tilnefnd af fjármálaráðherra.

Guðríður lauk MA gráðu í forystu og breytingastjórnun frá EADA Business School og BA gráðu frá Háskóla Íslands í spænsku og fjölmiðlafræði, námi í starfsmannastjórnun frá Endurmenntun HÍ og stjórnendamarkþjálfun (e. Executive Coaching) frá Opna Háskólanum í Reykjavík og Coach University. Guðríður er reyndur mannauðsstjóri og stjórnendamarkþjálfi og hefur undanfarin ár unnið mikið með stjórnendum innan stjórnsýslu. Guðríður hefur leitt stefnumótunarverkefni og haldið fjölmargar vinnustofur fyrir stjórnendur og starfsmenn hins opinbera.

Skráning á námskeið og frekari upplýsingar veitir:

Íris B. Viðarsdóttir, iris@attentus.is.

Skráðu þig á póstlistann