EFST Á BAUGI

Árni Stefánsson til liðs við okkur

Árni Stefánsson hefur hafið störf hjá okkur. Árni er góður liðsauki og við hlökkum til að starfa áfram með honum en við áttum ánægjulegt samstarf  við hann sem forstjóra Vífilfells en hann  starfaði sem slíkur sl. 10 ár en hóf störf hjá fyrirtækinu 1998.

Árni hefur mikla þekk­ingu á stjórnendastörfum, stefnumótun, mannauðsmálum, skipulagi reksturs með áherslu á markaðs- og sölumál og breytingastjórnun. Hann hefur einnig víðtæka reynslu af samskiptum við erlend fyrirtæki, ráðgjafa og sérfræðinga á ýmsum sviðum reksturs sem og af stjórnun og innleiðingu gæðastaðla.

Árni hefur gegnt stjórnarstörfum í nokkrum íslenskum fyrirtækjum. Síðast sat hann í stjórn Vífilfells og í stjórnum Endurvinnslunnar og Birtingahússins fyrir hönd Vífilfells.

Árni lauk prófi í iðnrekstrarfræði frá Tækniskóla Íslands árið 1995. Hann útskrifaðist með B.Sc. gráðu í alþjóðamarkaðsfræði frá sama skóla 1997 og ári síðar með M.Sc. gráðu í sama fagi frá Strathclyde University í Glasgow.

Skráðu þig á póstlistann