Árangur er
í fólkinu falinn

UM ATTENTUS

Attentus veitir þjónustu og ráðgjöf um allt sem snýr að rekstri út frá áherslum mannauðsstjórnunar. Þjónustan byggir á fagþekkingu, reynslu og metnaði. Við leggjum áherslu á einfaldar og skilvirkar leiðir sem stuðla að rekstrarárangri og starfsánægju.

Ráðgjafar okkar hafa allir unnið við stjórnun í íslenskum fyrirtækjum og hafa víðtæka þekkingu og reynslu á sviði mannauðsstjórnunar. Áhersla er lögð á náið samstarf við stjórnendur og góður stuðningur við innleiðingu og eftirfylgni tryggir góðan árangur.

Attentus – mannauður og ráðgjöf ehf. var stofnað árið 2007 af Árnýju Elíasdóttur, Ingu Björgu Hjaltadóttur og Ingunni Björk Vilhjálmsdóttur. Attentus er nú í eigu Drífu Sigurðardóttur, Guðríðar Sigurðardóttur, Ingu Bjargar Hjaltadóttur, Ingunnar Bjarkar Vilhjálmsdóttur og Sigríðar Þorgeirsdóttur. Allir eigendur starfa sem ráðgjafar hjá Attentus.ÞJÓNUSTA

Mannauðsstjóri til leigu

Attentus fékk hvatningarviðurkenningu FKA árið 2012 fyrir brautryðjendastarf á sviði mannauðsmála og fyrir verkefnið „Mannauðsstjóri til leigu“. Í dag eru um 20 fyrirtæki og stofnanir með fasta samninga við Attentus um mannauðsstjóra til leigu. Fyrirtæki sem hafa valið þessa leið hafa mörg náð auknum árangri í stjórnun mannauðsmála, betri rekstrarniðurstöðu með lægri kostnaði og aukinni ánægju starfsmanna.

Mannauðsstjóri til leigu

Attentus fékk hvatningarviðurkenningu FKA árið 2012 fyrir brautryðjendastarf á sviði mannauðsmála og fyrir verkefnið „Mannauðsstjóri til leigu“. Í dag eru um 20 fyrirtæki og stofnanir með fasta samninga við Attentus um mannauðsstjóra til leigu. Fyrirtæki sem hafa valið þessa leið hafa mörg náð auknum árangri í stjórnun mannauðsmála, betri rekstrarniðurstöðu með lægri kostnaði og aukinni ánægju starfsmanna.

 • Þjónustan hentar öllum fyrirtækjum og stofnunum.
 • Mannauðsstjóri er með fasta viðveru á vinnustaðnum.
 • Aðgangur að reynslumiklum hópi ráðgjafa með mikla faglega breidd sem veita stuðning og aðstoð á öllum sviðum mannauðsstjórnunar.
 • Stjórnendur og starfsmenn fá aðgang að ráðgjafanum og hann er kynntur innan fyrirtækisins.
 • Umfang og kostnaður er í samræmi við þarfir og stærð vinnustaðarins.
 • Fagþekking, verkfæri og starfskraftar til að sinna stuðningi og stefnumótun, skipulagi, undirbúningi og framkvæmd verkefna.
 • Aðgengi að nýjungum á sviði mannauðsstjórnunar.
 • Náið samstarf við stjórnendur, eftirfylgni við innleiðingu og bein tenging aðgerða við rekstrarleg markmið.
 • Einföld og áhrifarík leið til að nýta tíma stjórnenda betur og auka rekstrarárangur.
Attentus hefur af sinni alkunnu fagmennsku komið að afar mörgum og ólíkum verkefnum hjá Öryggismiðstöðinni, allt frá mannauðsstjóri til leigu og markþjálfun fyrir stjórnendur, að því að leiða starfsþróunarverkefni innan félagsins og lögfræðilega aðstoð í kjarasamningum. Alhliða frábær þjónusta og samstarf sem hefur styrkt og eflt Öryggismiðstöðina í miklum vexti síðustu ára. Ragnar Þór Jónsson, forstjóri
Close

Jafnlaunavottun

Klæðskerasniðin ráðgjöf vegna jafnlaunavottunar, byggð á þekkingu og reynslu. Attentus hefur aðstoðað yfir 60 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög við innleiðingu jafnlaunastaðalsins. Ráðgjafar Attentus hafa yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á mannauðs-, gæða- og kjaramálum. Tveir ráðgjafar Attentus eru meðhöfundar jafnlaunastaðalsins f.h. Samtaka atvinnulífsins.

Aðferðarfræði Attentus tekur mið af þörfum viðskiptavina sinna hverju sinni og nær til innleiðingar í heild sinni eða stökum þáttum hennar, svo sem:

Jafnlaunavottun

Klæðskerasniðin ráðgjöf vegna jafnlaunavottunar, byggð á þekkingu og reynslu. Attentus hefur aðstoðað yfir 60 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög við innleiðingu jafnlaunastaðalsins. Ráðgjafar Attentus hafa yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á mannauðs-, gæða- og kjaramálum. Tveir ráðgjafar Attentus eru meðhöfundar jafnlaunastaðalsins f.h. Samtaka atvinnulífsins.

Aðferðarfræði Attentus tekur mið af þörfum viðskiptavina sinna hverju sinni og nær til innleiðingar í heild sinni eða stökum þáttum hennar, svo sem:

 • Greining á stöðunni og aðgerðaráætlun.
 • Mótun stefna í jafnréttismálum.
 • Flokkun starfa til að kanna hvaða störf eru jafn verðmæt.
 • Tölfræðileg greining á launum til að kanna hvort um kynbundinn launamun sé að ræða.
 • Gerð verklagsreglna, framkvæmd innri úttekta.
 • Undirbúningur og framkvæmd rýnifunda, fræðsla og þjálfun.
Við fengum ráðgjafa frá Attentus til að aðstoða okkur hjá Íslandsbanka, við innleiðingu Jafnlaunastaðalins og áttum við þá einstaklega gott samstarf. Ráðgjafar Attentus hafa mikla þekkingu og reynslu á starfsmati, launagreiningum, jafnréttismálum og gæðamálum. Þessi viðamikla þekking kom sér sérstaklega vel í þetta verkefni þar sem þeir áttu auðvelt með að leiðbeina um þau verkefni sem nauðsynlega þurfti að vinna til þess að staðalinn yrði uppfylltur. Þetta varð til þess að flækjustig verkefnisins minnkaði til muna og vinnan við verkefnið gekk hratt og örugglega fyrir sig. Hafsteinn Bragason, mannauðsstjóri Íslandsbanka
Close

Úttektir, greiningar og kannanir

Viltu vita hver staðan er í raun og veru? Við höfum áralanga reynslu af stjórnsýsluúttektum, greiningum og gerð viðhorfskannana fyrir fyrirtæki og stofnanir. Einnig veitum við aðstoð við meðferð mála er varða einelti, áreitni og ofbeldi sem og styðjum við stjórnendur og eflum þá í að taka á samskiptamálum sem upp koma. Þá leggjum við áherslu á forvarnarstarf til að draga úr líkum á því að slík mál komi upp. Bakgrunnur okkar fólks kemur að góðum notum en innan okkar raða eru m.a vinnusálfræðingar, lögfræðingar og félagsfræðingur.

Úttektir, greiningar og kannanir

Viltu vita hver staðan er í raun og veru? Við höfum áralanga reynslu af stjórnsýsluúttektum, greiningum og gerð viðhorfskannana fyrir fyrirtæki og stofnanir. Einnig veitum við aðstoð við meðferð mála er varða einelti, áreitni og ofbeldi sem og styðjum við stjórnendur og eflum þá í að taka á samskiptamálum sem upp koma. Þá leggjum við áherslu á forvarnarstarf til að draga úr líkum á því að slík mál komi upp. Bakgrunnur okkar fólks kemur að góðum notum en innan okkar raða eru m.a vinnusálfræðingar, lögfræðingar og félagsfræðingur.

 • Launa- og jafnlaunagreiningar
 • Viðhorfskannanir
 • Úttektir og greiningar á stöðu mannauðsmála
 • Stjórnsýsluúttektir
 • Meðferð mála er varða samskiptavanda, einelti, áreitni og ofbeldi
 • Stjórnendamat
 • Sálfélagslegt áhættumat
 • Áreiðanleikakannanir á sviði mannauðsmála
Close

Ráðgjöf og þjónusta

Ráðgjöf okkar og þjónusta byggir á fagþekkingu og áratuga reynslu á öllum sviðum mannauðsmála s.s stefnumótunar, vinnurétti og kjaramálum, ráðningum, fræðslumálum, markþjálfunar og stjórnunarráðgjöf.

Ráðgjöf og þjónusta

Ráðgjöf okkar og þjónusta byggir á fagþekkingu og áratuga reynslu á öllum sviðum mannauðsmála s.s stefnumótunar, vinnurétti og kjaramálum, ráðningum, fræðslumálum, markþjálfunar og stjórnunarráðgjöf.

 • Stefnumótun í mannauðsmálum;
  Gerð mannauðsstefnu, jafnréttis- og eineltisáætlunar
  Vinnuferlar í mannauðsmálum
  Starfsmanna- og stjórnendahandbækur
 • Lögfræðiráðgjöf á sviði vinnuréttar og kjarasamninga;
  Ráðninga- og starfslokasamningar, áminningar, uppsagnir starfskjara
  Viðverustjórnun
 • Ráðningar;
  Aðstoð við ráðningar
  Hæfnimat við ráðningar fyrir opinbera aðila
  Starfs- og hæfnilýsingar
  Móttaka og þjálfun nýrra starfsmanna
 • Fræðsla og starfsþróun;
  Greining hæfni og fræðsluþarfa
  Starfsþróunarsamtöl
  Starfsþróunarstefna
  Gerð fræðsluáætlunar
 • Námskeið og vinnustofur;
  Vinnustofur með LEGO® SERIOUS PLAY® (LSP) sem er framsækin aðferð og hönnuð til þess að ýta undir nýsköpun og bæta frammistöðu fyrirtækja. Aðferðin tryggir að þekking og innsýn allra kemur fram og fólk skuldbindur sig þeim ákvörðunum sem teknar eru. Efni LSP vinnustofu getur verið hvað sem er en algengar vinnustofur eru um samskipti, hópefli og stefnumótun.
  Klæðskerasaumuð námskeið í öllum þáttum mannauðsstjórnunar
 • Samskipti;
  Ráðgjöf um skipulag innri samskipta og áherslur
  Samskiptagreining og mótun samskiptastefnu
  Lausn ágreiningsmála
 • Stjórnunarráðgjöf;
  Handleiðsla til stjórnenda í daglegri stjórnun
  Breytingastjórnun
  Samfélagsleg ábyrgð
  Stjórnkerfi og stjórnskipurit
  Markmiðsáætlun og árangursmælingar o.fl.
 • Markþjálfun;
  Markþjálfun (e: Executive Coaching) fyrir stjórnendur og sérfræðinga.
  Aðstoð við teymi (e: Team Coaching) sem takast á við átaks- og breytingaverkefni
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur notið ráðgjafar og þjónustu Attentus á sviði mannauðsstjórnunar frá árinu 2013. Ráðgjafar Attentus hafa alhliða þekkingu og mikla reynslu á sviði mannauðsmála. Með samstarfi við Attentus hefur ráðuneytið notið framúrskarandi þjónustu sem hefur verið mikilvægur stuðningur við stjórnendur og starfsemi ráðuneytisins. Það sem einkennir störf Attentus er fagmennska, víðsýni og næmni við úrlausn verkefna. Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri. Við hjá Nordic Visitor getum hiklaust mælt með samstarfi við Attentus í mannauðsmálum. Ásberg Jónsson, stofnandi og stjórnarforma
Close

EFST Á BAUGI

Gleðileg jól

Við hjá Attentus sendum okkar bestu rafrænu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári með þökk fyrir ánægjulegt samstarf á árinu.  Í stað jólagjafa og korta þá hefur Attentus ákveðið að styrkja Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna.  (Við leituðum til vina okkar á ChatGPT til að gera jólakveðjuna okkar í ár, við sendum þeim […]

more

Vinnustaðamenning

Til eru margar skilgreiningar á vinnustaðamenningu. Í nýlegu átaki Vinnueftirlitsins er hún skilgreind sem gildi, venjur og viðhorf sem ríkja í vinnuumhverfinu og starfsfólk tileinkar sér í samskiptum, samvinnu og við lausn mála.  Vinnustaðamenning er samofin öllu sem gerist á vinnustað, hvort sem það eru samskipti, almenn vinnubrögð, stefna fyrirtækis/stofnunar og svo mætti lengi telja.  […]

more
GREINASAFN

Skráðu þig á póstlistann