EFST Á BAUGI

Áskorunin: Minni vinna/Bætt heilsa-aukinn árangur

4. SEPTEMBER, KL 8:00 – 11:45 Á GRAND HÓTEL

Áskorunin: Minni vinna

Bætt heilsa – aukinn árangur…

Heilsuvernd og Attentus

Ráðstefnan á erindi til mannauðsstjóra, stjórnenda skipulagsheilda og aðila sem koma að stjórnunarlegum og heilsufarslegum þáttum starfsmanna.

Á ráðstefnunni verða flutt erindi þar sem sjónum er beint að áhrifum langs vinnutíma á heilsufar en streita og álagstengd veikindi eru æ algengari og kulnun í starfi er víðtækt vandamál. Stjórnendur skipulagsheilda eru því í auknum mæli farin að huga að heilsufari starfsmanna sinna, leita lausna til að draga úr streitu og bæta líðan starfsmanna.

Með tilkomu nýrra kjarasamninga er nú lögð aukin áhersla á sveigjanleika og styttingu vinnuvikunnar án launaskerðinga. Í lífskjarasamningnum er samið um 45 mínútna styttingu á vinnutíma á viku frá og með 1. janúar 2020. Útfærsla styttingarinnar er í höndum hvers vinnustaðar fyrir sig.

Með styttingu vinnutímans má mögulega draga úr áhrifum langs vinnutíma á heilsufar starfsmanna, stuðla að jafnvægi milli vinnu og einkalífs og þar með auka lífsgæðin. Þetta eru stjórnunarfarslegar og krefjandi áskoranir sem kalla á útsjónarsemi og hæfni stjórnenda.

Tólin og tækin. Hvaða lausnum og aðferðum er hægt að beita við slíka innleiðingu? Hvað segja mælingar og kannanir þegar horft er til veikindafjarvista, yfirvinnustunda, skilvirkni og árangurs. Hver eru jákvæðu áhrifin og í hverju er ávinningur fólginn varðandi andlega líðan og starfsánægju?

Dagskrá ráðstefnu

8:00-8:30
Skráning gesta og afhending ráðstefnugagna

8:30-8:40
Setning ráðstefnu og opnunarávarp: Fundarstjóri

8:40-9:00
Erindi
Teitur Guðmundsson, Læknir og framkvæmdastjóri
Heilsuvernd

9:00-9:25
Hvers vegna lendum við í kulnun/örmögnun og hvernig notum við bjargráð og hefjum úrvinnslu?
Sigríður Björk Þormar, Doktor í sálfræði
Heilsuvernd – Sálfræðingarnir

9:25-9:40
Áskorunin séð út frá pól stærri skipulagsheilda
Fulltrúi valins fyrirtækis heldur erindi

9:40-10:00
LEGO Serious play
Birna Kristrún Halldórsdóttir, Ráðgjafi
Attentus

10:00-10:20
Kaffihlé

10:20-10:30
Samantekt frá LEGO Serious play
Birna Kristrún Halldórsdóttir, Ráðgjafi
Attentus

10:30-10:50
Er stytting vinnuvikunnar lausnin?
Guðríður Sigurðardóttir, ráðgjafi
Attentus

10:50-11:10
Lífskjarsamningurinn og útfærsla ákvæða
Ragnar Árnason, Forstöðumaður vinnumarkaðssviðs
Samtök Atvinnulífsins

11:10-11:30
Tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar hjá ríkinu – Ný skýrsla um niðurstöður kannana, rýnihópa og viðtala vegna styttingu vinnuvikunnar
Ása Guðbjörg Ásgeirsdóttir

11:30-11:45
Umræður og samantekt

11:45
Ráðstefnuslit: Fundarstjóri

Smelltu hér til að skrá þig:

Skráðu þig á póstlistann