EFST Á BAUGI

Við bjóðum Ólafíu velkomna til okkar

Ólafía Rafnsdóttir hefur hafið störf sem ráðgjafi hjá Attentus. Hún mun sinna alhiða mannauðs- og stjórnendaráðgjöf og vinna að innleiðingu jafnalaunavottunar en mikil eftirpurn er nú eftir þeirri þjónustu hjá okkur.

Ólafía lauk MBA gráðu frá Háskóla Íslands og námi í mannauðsstjórnun og verkefnastjórnun hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Ólafía hefur mikla reynslu af íslensku atvinnulífi og mannauðsmálum. Hún var aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra 2017, for­maður VR 2013-2017 og frá 2014-2017 vara­for­maður Lands­sam­bands íslenskra versl­un­ar­manna. Ólafía var fyrsti vara­for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands­, sat í mið­stjórn,  vinnu­mark­aðs­nefnd og jafn­rétt­is- og fjöl­skyldu­nefnd. Einnig hefur hún verið formaður stjórnar Rann­sókn­ar­seturs versl­un­ar­inn­ar.  Ólafía starfaði sem fram­kvæmda­stjóri mannauðs­sviðs 365 miðla 2005 – 2012 og þar áður sem deild­ar­stjóri inn­heimtu­deildar Tals, þjón­ustu­stjóri Islandia Inter­net og hjá VR.  Hún var kosn­inga­stjóri fyrir for­seta­fram­boð Ólafs Ragn­ars Gríms­sonar árið 1996 og 2012.

Skráðu þig á póstlistann