Jafnlaunavottun er formleg staðfesting á því að fyrirtæki eða stofnun uppfylli kröfur um jafnlaunakerfi samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85/2012. Markmið jafnlaunavottunar er að tryggja jafnan rétt kynjanna á vinnumarkaði og koma í veg fyrir kynbundinn launamun. Jafnlaunavottun byggir á ákveðnum ferlum og kröfum, sem skilgreindar eru í staðlinum. Jafnlaunavottunin sjálf er svo veitt af löggiltum vottunaraðilum sem hafa heimild til að framkvæma úttektir og meta hvort fyrirtæki uppfylli kröfurnar.
Ráðgjöf Attentus felur í sér
- Mótun stefnu í jafnréttismálum (jafnlaunastefna og jafnréttisáætlun)
- Gerð verklagsreglna
- Flokkun starfa
- Launagreiningu: Ítarleg greining á launum starfsfólks til að tryggja að laun séu ákvörðuð á hlutlægan og gagnsæjan hátt.
- Innleiðingu jafnlaunakerfis: Fyrirtækið þarf að innleiða kerfi sem tryggir að jafnlaunastefnu sé fylgt og að kynbundinn launamunur sé ekki til staðar.
- Úttekt og mat: Löggiltur vottunaraðili framkvæmir úttekt á jafnlaunakerfinu til að staðfesta að það uppfylli allar kröfur jafnlaunastaðalsins.
- Viðhald vottunar: Fyrirtækið þarf reglulega að endurskoða og uppfæra jafnlaunakerfið sitt og endurnýja vottunina með reglulegu millibili.
- Almenn fræðsla og þjálfun á ferlinu
Attentus hefur aðstoðað yfir 250 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög við innleiðingu jafnlaunavottunar og að öðlast jafnlaunastaðfestingu. Attentus tekur mið af þörfum viðskiptavina hverju sinni með tilliti til innleiðingar í heild sinni eða stökum þáttum hennar.