Author: admin

Nýr starfsmaður í jafnlaunateymið

Við bjóðum Kjartan Vífil Iversen velkominn til starfa hjá okkur. Hann er liðsmaður í jafnlaunateymi Attentus. Kjartan Vífill lauk MA gráðu í aðferðarfræði frá Háskóla Íslands og BA í félagsfræði frá sama skóla. Kjartan Vífill hefur mjög góða þekkingu og reynslu af gagnasöfnun og greiningum. Hann starfaði hjá Hagstofu Íslands 2014-2015 við gagnasöfnun til úrvinnslu […]

more

Við bjóðum Ólafíu velkomna til okkar

Ólafía Rafnsdóttir hefur hafið störf sem ráðgjafi hjá Attentus. Hún mun sinna alhiða mannauðs- og stjórnendaráðgjöf og vinna að innleiðingu jafnalaunavottunar en mikil eftirpurn er nú eftir þeirri þjónustu hjá okkur. Ólafía lauk MBA gráðu frá Háskóla Íslands og námi í mannauðsstjórnun og verkefnastjórnun hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Ólafía hefur mikla reynslu af íslensku atvinnulífi […]

more

Attentus með nýjar lausnir í þjálfun og fræðslu

Við kynnum nýjar lausnir í þjálfun og fræðslu til að bregðast við hröðum tæknibreytingum og fjölbreyttum hópum á vinnumarkaði. Erum með hugbúnað og sérfræðinga til að búa til rafrænt efni og einnig kerfi til að að halda utan um alla þjálfun og fræðslu. Ef þið viljið fá frekari kynningu endilega hafið samband við birna@attentus.is eða […]

more

Attentus í samstarf við PayAnalytics um launagreiningar. Nýtist þeim sem Attentus aðstoðar við jafnlaunavottun.

Attentus og PayAnalytics hafa skrifað undir samstarfssamning. Markmiðið með samningnum er að bjóða upp á lausn sem styður betur við fyrirtæki og stofnanir við launagreiningar. Hugbúnaður PayAnalytics byggir á tölfræðilegri aðferðarfræði sem greinir launamun og dregur fram þær breytingar sem þarf að gera á launasetningu til útrýma kynbundnum launamun á sem hagkvæmastan hátt. Hugbúnaðurinn mun […]

more

Jólakveðja Attentus 2017

more

Nýr starfsmaður

Við bjóðum Írisi, nýja skrifstofustjórann okkar, hjartanlega velkomna til okkar. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund og hefur sótt fjölda námskeiða tengd skrifstofustjórnun. Helstu verkefni hennar eru samskipti við ytri og innri viðskiptavini, reikningagerð, launavinnsla, fjárhagsgreiningar o.fl. Íris starfaði hjá Logos lögmannsstofu 2001 – 2017 sem fulltrúi fjárhagsdeildar og aðstoðarmaður lögmanna.

more

Samstarf um kannanir við bandaríska fyrirtækið Qualtrics

Í samvinnu við fyrirtækið Qualtrics býður Attentus upp á ýmiss konar mannauðsrannsóknir og -kannanir, jafningjamat og 360° stjórnendamat. Qualtrics var stofnað árið 2002 og er með höfuðstöðvar í Utah í Bandaríkjunum. Fyrirtækið útvegar hugbúnað á netinu til að búa til kannanir og rannsóknir og er leiðandi á sínu sviði. Qualtrics þjónustar fyrirtæki út um allan […]

more

Drífa komin til okkar

Hún Drífa er komin til okkar. Hún er mannauðsstjóri til leigu og mun m.a. sinna undirbúningi jafnlaunavottunar og verkefnastjórnun við innleiðingu. Drífa Sigurðardóttir lauk M.Sc. námi í opinberri stjórnsýslu frá Strathclyde University, Glasgow, og BA í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Drífa hefur mikla reynslu af mannauðsmálum, stefnumótun fyrirtækja, sameiningum, rekstri og hagræðingu, verkefnastjórnun, innleiðingu og […]

more

Attentus fyrirmyndarfyrirtæki 2017

Við erum afar stolt af því að vera Fyrirmyndarfyrirtæki 2017 ásamt fjórtán öðrum. Viðurkenninguna fá þau fyrirtæki sem sinna starfsmannamálum á skilvirkan hátt og halda vel utan um mannauð sinn.

more

Attentus 10 ára

Attentus er 10 ára um þessar mundir. Föstudaginn 17. mars fögnuðum við með viðskiptavinum okkar og velunnurum. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttisráðherra, var heiðursgestur en hann var fyrsti viðskiptavinur Attentus sem framkvæmdastjóri BM Vallár. Við þökkum fyrir einstaklega ánægjulegan dag og góðar gjafir.

more

Stjórnandi hjá Nordic Visitor fær stjórnendaverðlaun Stjórnvísi

Þóra Björk Þórhallsdóttir forstjóri Nordic Visitor hlaut sjórnendaverðlaun Stjórnvísi í flokki yfirstjórnenda. Við höfum átt náið og einkar farsælt samstarf við Nordic Visitor frá 2011 og Þóra er einstaklega vel að þessum titli komin. Við óskum Þóru og öðrum verðlaunahöfum innilega til hamingju!

more

Helga Lára Haarde nýr starfsmaður

Helga Lára Haarde hefur verið ráðin í starf sérfræðings hjá Attentus – mannauði og ráðgjöf. Attentus hefur um árabil unnið ýmsar kannanir, úttektir og greiningar fyrir viðskiptavini og mun Helga Lára koma að frekari þróun þessara afurða. Hún kemur til Attentus frá Maskínu ehf. og hefur víðtæka reynslu af viðhorfsrannsóknum, bæði megindlegum og eigindlegum. Helga hefur […]

more

LEGO í stefnumótun

Skemmtileg kynning á LEGO SERIOUS PLAY aðferðafræðinni hjá N1. Við leggjum til sérhæfðan leiðbeinanda sem hefur unnið með aðferðina m.a. hjá Legó í Danmörku. Aðferðin hentar við stefnumótun, til að bæta samskipti o.fl.

more

LEGO vinnustofa það nýjasta

LEGO vinnustofur er ný þjónusta sem Attentus býður upp á. Starfsmaður okkar, Birna Kristrún Halldórsdóttir, vinnusálfræðingur, er vottaður LEGO® SERIOUS PLAY® leiðbeinandi og hefur haldið vinnustofur fyrir viðskiptavini okkar þar sem fengist er við stefnumótun, samskipti o.fl. Hún starfaði m.a. fyrir LEGO í Danmörku.

more

Jólakveðja Attentus

more

Skráðu þig á póstlistann