Attentus býður upp á fræðslu fyrir vinnustaði um kulnun, streitu, fullkomnunaráráttu og samspil þessara þátta. Fræðslan er í samstarfi við leikkonuna Kristínu Þóru Haraldsdóttur sem hefur undanfarin misseri sýnt einleikinn „Á rauðu ljósi“ í Þjóðleikhúsinu. Sýningin fjallar á fyndinn og einlægan hátt um persónulega reynslu Kristínar af kulnun og streitu.
Fræðslunni er ætlað að vekja starfsfólk til umhugsunar um eigin líðan og veita bjargráð þeim sem vilja huga að streitu í eigin lífi. Hægt er að sníða fræðsluna að hverjum vinnustað fyrir sig en hér að neðan eru dæmi um dagskrá sem hægt er að bóka.
1, 5 – klst. fyrirlestur
- Samspil fullkomnunaráráttu, streitu og kulnunar.
- Hverjar eru helstu birtingarmyndirnar og hvaða bjargráð gagnast?
- Kristín Þóra fer yfir persónulega reynslu af kulnun á gamansaman hátt.
- Leiðbeinendur: Helga Lára Haarde, sálfræðingur og ráðgjafi, Hildur Vilhelmsdóttir, ráðgjafi og yogakennari, Kristín Þóra Haraldsdóttir, leikkona.
Vinnustofa – hálfur dagur
- Fyrirlestur um fullkomunaráráttu, birtingarmyndir, afleiðingar og bjargráð (Helga)
- Fyrirlestur um streituviðbragðið, birtingarmyndir streitu og gagnlegar leiðir til að takast á við streitu (Hildur)
- Persónuleg reynsla af kulnun: „Á rauðu ljósi“ (Kristín Þóra)
- Þátttakendur taka virkan þátt í vinnustofunni með æfingum og umræðum.
- Leiðbeinendur: Helga Lára Haarde, sálfræðingur og ráðgjafi, Hildur Vilhelmsdóttir, ráðgjafi og yogakennari, Kristín Þóra Haraldsdóttir, leikkona.