Starfsmannasamtöl og endurgjöf

Markmið námskeiðsins: Að styrkja hæfni stjórnenda til að veita starfsfólki árangursríka endurgjöf.

Fyrri hluti: Í fyrri hluta námskeiðsins verður farið í markmið starfsmannasamtala og skoðaðar mismunandi leiðir til að nálgast þau. Lögð verður sérstök áhersla á umræður og opið samtal við stjórnendur um þeirra áskoranir í stjórnun. Stjórnendahópurinn fær tækifæri til að móta ný markmið og útfærslur, auk þess að ræða við ráðgjafa um mögulegar leiðir til að ná þeim.

Seinni hluti: Í seinni hluta námskeiðsins verður fjallað um hvernig best er að veita starfsfólkinu árangursríka endurgjöf á störf þeirra og hegðun. Rannsóknir sýna að árangursrík endurgjöf eykur helgun starfsfólks, sem skilar fyrirtækinu margvíslegum ávinningi, svo sem auknum hagnaði, betri skilvirkni, bættri þjónustu, færri gæðafrávikum og minni fjarvistum. Lögð verður áhersla á umræður og opið samtal um áskoranir stjórnenda í starfsmannamálum. Hópurinn mun einnig fá tækifæri til að taka dæmi frá sínum eigin vinnustað og vinna með þau í námskeiðinu.

Eftirfylgni: Að námskeiði loknu verður boðið upp á fund með ráðgjafa Attentus til frekari stuðnings og innleiðingar nýrra starfsmannasamtala.

Lengd: 2 x 3 klst.

Tengiliðir

Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir