Launaráðgjöf felur í sér að aðstoða fyrirtæki við að taka betri ákvarðanir um laun og starfskjör. Ráðgjöf Attentus byggir á launagreiningum, markaðsrannsóknum og mati á launaþróun starfshópa eða einstakra starfsmanna. Unnið er að stefnumótun í launamálum til að tryggja að launakerfi fyrirtækja séu sanngjörn, samkeppnishæf og í samræmi við lög og reglugerðir.
Launaráðgjöf getur verið gagnleg bæði fyrir lítil og stór fyrirtæki sem vilja tryggja samkeppnishæfni á vinnumarkaði og að laun séu í samræmi við lög og reglur hverju sinni, þ.m.t. kröfur um jafnlaunavottun.
- Launagreiningar: Metið hvort laun starfsfólks séu í samræmi við laun á markaði og samræmi sé í launasetningu innan fyrirtækis
- Launasamanburður: Samanburður við önnur fyrirtæki í sama geira eða svipaðar starfsstéttir til að tryggja samkeppnishæfni
- Launastefna: Mótun stefnu um hvernig laun skulu ákveðin innan fyrirtækis, þ.m.t. bónusar, umbunarkerfi og aðrir launahvatar.
- Launaviðtöl: Aðstoð við undirbúning og framkvæmd launaviðtala
- Launaþróun: Greining á launaþróun innan fyrirtækis og á markaði.