Helga er ein af eigendum Attentus og starfar sem sálfræðingur og ráðgjafi. Helstu verkefni Helgu hjá Attentus er sálfræðiþjónusta, EKKO mál, samskiptamál, erfið starfsmannamál, vinnustofur og fyrirlestrar. Þá sinnir Helga einnig stundakennslu í Stjórnendanámi Háskólans á Akureyri.

Helga Lára er klínískur sálfræðingur með MS gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur einnig MS gráðu í félags- og vinnusálfræði frá Háskóla Íslands ásamt BS gráðu í sálfræði.

Sem sálfræðingur sinnir Helga greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum og styðst fyrst og fremst við aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM). Hún hefur einnig víðtæka reynslu af gerð og vinnslu megindlegra og eigindlegra rannsókna, kannana og greininga. Helga Lára starfaði hjá Maskínu ehf, fyrirtæki á sviði viðhorfsrannsókna, 2011 – 2017. Áður var hún aðstoðarkennari  við Háskóla Íslands og kenndi þar m.a. aðferðarfræði rannsókna.