Ástríður er ein af eigendum Attentus og starfar sem lögfræðingur hjá fyrirtækinu og ráðgjafi. Helstu verkefni Ástríðar hjá Attentus er vinnuréttur, EKKO mál, mannauðsstjóri til leigu, ráðningar, og erfið starfsmannamál.

Ástríður Þórey er lögfræðingur, en hún lauk lagaprófi frá Háskólanum í Reykjavík og er með BA gráðu í frönsku og stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Eftir að hafa útskrifast með meistaragráðu í lögfræði hóf hún störf hjá embætti ríkisskattstjóra. Ástríður Þórey hefur starfað sem verkefnastjóri og lögfræðingur hjá Skattinum og hefur víðtæka reynslu af stjórnsýslu- og félagarétti.

Ástríður Þórey starfaði síðast sem lögfræðingur og verkefnastjóri hjá innheimtu- og skráasviði Skattsins og hefur í fyrri störfum m.a. sinnt fjölbreyttum verkefnum á sviði stjórnsýslu- og félagaréttar.