Ingunn er ein af stofnendum og eigendum Attentus. Hún er stjórnarformaður Attentus og sinnir ýmsum innri málum fyrir Attentus, s.s. sölu og markaðsmálum. Helstu verkefni Ingunnar Bjarkar hjá fyrirtækinu eru stjórnendaráðgjöf, úttektir á mannauðsmálum, stefnumótun, erfið samskiptamál, ráðningar, markþjálfun, stefnumótun og breytingastjórnun og endurskoðun stjórnskipulags fyrirtækja.
Ingunn lauk MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu frá Háskóla Íslands í atvinnulífsfræðum, stjórnendamarkþjálfun (e. Executive Coaching) frá Opna Háskólanum í Reykjavík og er með ACC vottun frá Coach University. Hún er einnig viðurkenndur stjórnarmaður frá Akademías og Opna háskólanum í Reykjavík.
Ingunn starfaði hjá Eimskip 1998-2006 í fræðslu og starfsþróunarmálum og var framkvæmdastjóri starfsþróunarsviðs samstæðunnar, Eimskips, Atlanta og Excel Air og tók þátt í stefnumótum mannauðsmála fyrir félögin og dótturfyrirtæki. Hún hefur setið í fjölmörgum stjórnum, s.s. Skógræktarfélags Reykjavíkur, Öryggismiðstöðvar Íslands, Icelandic Group, Velferða- og menntaráði Reykjavíkurborgar og Starfskjaranefnd Ölgerðarinnar. Ingunn hefur annast stundakennslu á sviði mannauðs- og breytingastjórnunar við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands og Tækniskólann og kom að stofnun diplómanáms í mannauðsmálum við Háskólann í Reykjavík. Ingunn hefur skrifað margar greinar um stjórnun og mannauðsmál og er annar höfundur bókarinnar Starfsánægja. Ingunn er ein af stofnendum Attentus. Hún situr í stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur í dag.
Recent Comments