FÓLKIÐ
Ingunn lauk MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu frá Háskóla Íslands í atvinnufélagsfræði. Hún hefur sinnt verkefnum í stefnumótun, áætlanagerð, stjórnun, samruna, breytingastjórnun, hagræðingu, vali á mannauðs og launakerfum, kjarasamningum og úttektum og sjálfsmati stofnana.
Ingunn starfaði hjá Eimskip 1998-2006 í fræðslu og starfsþróunarmálum og var framkvæmdastjóri starfsþróunarsviðs samstæðunnar og tók þátt í stefnumótum mannauðsmála fyrir hana og dótturfyrirtæki hennar. Hún situr í stjórn Öryggismiðstöðvar Íslands, var í stjórn Icelandic Group og sat í Velferða- og menntaráði Reykjavíkurborgar. Ingunn hefur annast stundakennslu á sviði mannauðs- og breytingastjórnunar við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands og Tækniskólann. Ingunn er annar höfundur bókarinnar Starfsánægja.
Skráðu þig á póstlistann