Jóhann starfar sem ráðgjafi hjá Attentus. Helstu verkefni Jóhanns eru launagreiningar, ráðgjöf í jafnlaunamálum, mannauðsráðgjöf og mælingar.

Jóhann hefur lokið meistaragráðu í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík og B.Sc. í sálfræði frá sama skóla.

Hann starfaði sem mannauðsráðgjafi og síðar mannauðsstjóri hjá Klettabæ (2019-2021) og hefur starfað hjá Attentus frá 2021 þar sem hann hefur sinnt fjölbreyttum verkefnum meðal annars með áherslu á launagreiningar og flokkun starfa.