Ertu að leita að leiðum til að móta skipurit sem hentar þínu fyrirtæki og samræmist framtíðarstefnu fyrirtækisins? Við höfum mikla reynslu af því að aðstoða fyrirtæki við að innleiða og endurskoða skipurit sem stuðla að betri árangri og aukinni starfsánægju.
Hvað bjóðum við?
- Rýni á núverandi stöðu: Við skoðum núverandi skipurit og greinum styrkleika og veikleika þess.
- Samtöl við stjórnendur og starfsfólk: Með því að heyra í stjórnendum og starfsfólki tryggjum við að skipurit fyrirtækisins sé í samræmi við raunverulegar þarfir fyrirtækisins.
- Drög að skipuriti: Við þróum sérsniðið skipurit sem styður við stefnu og markmið.
- Endurhönnun starfslýsinga: Við aðlögum starfslýsingar svo þær endurspegli raunveruleg verkefni og ábyrgð.
- Leiðtogaþjálfun: Við þjálfum leiðtoga til að styrkja þeirra hæfni í að leiða teymi sín.
- 360° stjórnendamat: Við framkvæmdum heildrænt mat á stjórnendahæfni til að auka árangur.
- Teymisþjálfun: Við bjóðum upp á teymisþjálfun sem eykur samstarf og árangur.
- Samskiptasáttmáli: Við aðstoðum við að móta samskiptasáttmála sem eykur skýrleika og traust innan teymanna.
- Innleiðingaráætlun og breytingastjórnun: Við þróum nákvæma áætlun til að tryggja að breytingarnar gangi snurðulaust fyrir sig.