Ráðgjafar Attentus búa yfir víðtækri reynslu af ráðningum bæði í einka- og opinbera geiranum. Teymið samanstendur af reyndum ráðgjöfum á sviði lögfræði og mannauðsmála. Ráðgjöfin er sérsniðin að þörfum hvers fyrirtækis eða stofnunar. Við höfum ekki umsækjendur á skrá hjá okkur, en aðstoðum við að leita að rétta fólkinu.
Við bjóðum aðstoð frá fyrstu stigum, þegar verið er að meta þörfina á ráðningu, móta starfsauglýsingar og allt þar til ráðningu er lokið. Einnig veitum við stuðning við gerð rökstuðnings út frá gildandi lögum á sviði vinnu- og stjórnsýsluréttar ef þess er þörf, auk frekari leiðsagnar í samskiptum við umsækjendur eftir ráðningu.
Ráðgjafar okkar hafa reynslu af setu í val- og hæfnisnefndum.