Ólafía Rafnsdóttir hefur hafið störf sem ráðgjafi hjá Attentus. Hún mun sinna alhiða mannauðs- og stjórnendaráðgjöf og vinna að innleiðingu jafnalaunavottunar en mikil eftirpurn er nú eftir þeirri þjónustu hjá okkur.
Ólafía lauk MBA gráðu frá Háskóla Íslands og námi í mannauðsstjórnun og verkefnastjórnun hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.
Ólafía hefur mikla reynslu af íslensku atvinnulífi og mannauðsmálum. Hún var aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra 2017, formaður VR 2013-2017 og frá 2014-2017 varaformaður Landssambands íslenskra verslunarmanna. Ólafía var fyrsti varaforseti Alþýðusambands Íslands, sat í miðstjórn, vinnumarkaðsnefnd og jafnréttis- og fjölskyldunefnd. Einnig hefur hún verið formaður stjórnar Rannsóknarseturs verslunarinnar. Ólafía starfaði sem framkvæmdastjóri mannauðssviðs 365 miðla 2005 – 2012 og þar áður sem deildarstjóri innheimtudeildar Tals, þjónustustjóri Islandia Internet og hjá VR. Hún var kosningastjóri fyrir forsetaframboð Ólafs Ragnars Grímssonar árið 1996 og 2012.