Hrefna er framkvæmdastjóri Attentus og ráðgjafi. Helstu verkefni Hrefnu eru almenn mannauðsráðgjöf, stjórnendaráðgjöf og mannauðsstjóri til leigu.
Hrefna er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum (International Business) frá Copenhagen Business School.
Hrefna kemur til Attentus frá Sidekick Health ehf., þar sem hún gegndi stöðu mannauðsstjóra frá árinu 2021. Áður hafði hún verið mannauðsstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu (2016-2020) og hjá Össuri í nærri níu ár (2008-2016), bæði í mannauðsdeild og sem vörustjóri.
Recent Comments