Guðríður er ein af eigendum Attentus, framkvæmdastjóri og ráðgjafi. Helstu verkefni Guðríðar hjá Attentus er almenn mannauðsráðgjöf, mannauðsstjóri til leigu, stjórnendaráðgjöf, stjórnendaþjálfun, teymisþjálfun og markþjálfun.

Guðríður lauk MA gráðu í forystu og breytingastjórnun frá EADA Business School og BA gráðu frá Háskóla Íslands í spænsku og fjölmiðlafræði, námi í starfsmannastjórnun frá Endurmenntun HÍ og stjórnendamarkþjálfun (e. Executive Coaching) frá Opna Háskólanum í Reykjavík og Coach University.

Guðríður var starfsmannastjóri Pennans 2007-2011 og sat í framkvæmdastjórn hans. Hún var starfsmannastjóri hjá upplýsingatæknifyrirtækinu ANZA frá 2001-2007 og sat þar líka í framkvæmdastjórn. Guðríður situr í tilnefningarnefnd fyrir stjórn Sýnar, er varamaður í stjórn Íslenska Lífeyrissjóðsins og stjórnarformaður Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar.