Drífa er ein af eigendum Attentus. Helstu verkefni hennar hjá fyrirtækinu er jafnlaunavottun, jafnlaunastaðfesting, stjórnendaráðgjöf, mannauðsstjóri til leigu, ráðningar, starfslok, launa og kjaramál.
Drífa lauk M.Sc. námi í opinberri stjórnsýslu frá Strathclyde University, Glasgow, og BA í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og stjórnendamarkþjálfun (e.Executive Coaching) frá Opna Háskólanum í Reykjavík og Coach University. Drífa hefur mikla reynslu af mannauðsmálum, stefnumótun fyrirtækja, sameiningum, rekstri og hagræðingu, verkefnastjórnun, innleiðingu og rekstri gæðakerfa, jafnréttismálum og kjara- og launamálum.
Drífa starfaði hjá Isavia sem mannauðsstjóri í Reykjavík 2016-2017. Hún var starfsmannastjóri hjá Mannviti 2007-2015, sat þar í framkvæmdastjórn og tók þátt í stefnumótun mannauðsmála fyrir Mannvit og dótturfyrirtæki þess. Drífa er formaður tilnefningar Eikar fasteignafélags, situr í starfskjaranefnd OR og sat í stjórn lífeyrissjóðsins Birtu á árunum 2013-2018. Hún tók þátt í stofnun Flóru, félags mannauðsstjóra á Íslandi, sat þar í stjórn í alls 5 ár.
Recent Comments