Monika starfar sem ráðgjafi hjá Attentus. Helstu verkefni Moniku er mannauðsstjóri til leigu, mannauðsráðgjöf fyrir erlenda starfsmenn, námskeið, fræðsla og fyrirlestrar um menningarmun og inngildingu ásamt úrlausn erfiðra mála og bættra samskipta auk hópeflis og leiðtogaþjálfunar.
Monika hefur lokið MLM gráðu í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og BS gráðu í ferðamálafræði með aukagrein í þjóðfræði frá Háskóla Íslands auk þess að hafa lokið stjórnendamarkþjálfun (e.Executive Coaching) frá Opna Háskólanum í Reykjavík og Coach University. Þá hefur hún lokið námskeiði í stjórnun og forystu í ferðaþjónustu frá Opna Háskólanum við Háskólann í Reykjavík og er með Leiðsagnapróf frá Leiðsöguskólanum.
Monika starfaði lengi hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum sem verkefnastjóri, viðskiptastjóri og sem deildarstjóri vörumerkisins Iceland Rovers. Hún hefur einnig starfað á ráðningasviði Capacent og Vinna.is, ásamt því að sinna krefjandi verkefnum í samfélagstúlkun og þýðingum í gegnum tíðina.
Recent Comments