FÓLKIÐ
Monika hefur lokið MLM gráðu í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og BS gráðu í ferðamálafræði með aukagrein í þjóðfræði frá Háskóla Íslands og stjórnendamarkþjálfun (e.Executive Coaching) frá Opna Háskólanum í Reykjavík og Coach University. Hún hefur einnig lokið námskeiði í stjórnun og forystu í ferðaþjónustu frá Opnum Háskóla við Háskólann í Reykjavík og er með Leiðsagnapróf frá Leiðsöguskólanum.
Monika starfaði á árunum 2012-2020 hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum sem verkefnastjóri, viðskiptastjóri og sem deildastjóri vörumerkisins Iceland Rovers. Hún hefur einnig starfað á ráðningasviði Capacent og Vinna.is, ásamt því að sinna krefjandi verkefnum í samfélagstúlkun og þýðingum í gegnum tíðina.
Skráðu þig á póstlistann