Hildur starfar sem sálfræðingur hjá Attentus. Helstu verkefni Hildar hjá fyrirtækinu eru sálfræðiþjónusta, samskiptamál, erfið starfsmannamál, EKKO mál og fyrirlestrar.
Hildur er klínískur sálfræðingur með MS gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, auk þess að hafa lokið meistaragráðu í mannauðsstjórnun og vinnnusálfræði frá sama skóla. Hildur hefur unnið sem mannauðsráðgjafi hjá Isavia og sem sálfræðingur í stuðnings- og ráðgjafateymi starfsfólks Landspítala, Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og á SÓL sálfræði- og læknisþjónustu. Í starfi sínu sinnir Hildur greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum og notar aðferðir eins og „Hugræna atferlismeðferð“ (HAM) og „Acceptance and Commitment therapy“ (ACT). Hildur hefur sótt námskeið og vinnustofur í ACT og tekið þátt í vinnustofu um staðreyndarannsóknir í EKKO málum.
Recent Comments