Teymi er afmarkaður hópur fólks sem treystir á hvorn annan, skilgreinir sameiginlegan tilgang og markmið. Teymi þar sem sálfræðilegt öryggi ríkir nær meiri árangri en einstaklingar einir. Við bjóðum upp á vinnustofur sem miða að því að byggja upp sálfræðilegt öryggi og dýnamíska teymishegðun.
Á vinnustofunni verður lögð áhersla á að þróa sálfræðilegt öryggi og dýnamíska teymishegðun. Teymisþjálfari Attentus fer yfir helstu þætti árangursríkrar teymisvinnu og leiðir teymið í gegnum krefjandi spurningar og æfingar sem tryggja þátttöku allra.
Starfsfólk skilgreinir sameiginleg gildi og markmið undir handleiðslu teymisþjálfara, ásamt því að kanna hvað einkennir teymið. Með þessu tryggjum við dýnamíska teymissamvinnu þar sem traust ríkir, umræður eru óttalausar, og stuðningur er fyrir hendi. Þátttakendur finna einnig ábyrgð í sameiginlegum verkefnum.
Í lok vinnustofunnar verður skriflegt teymissamkomulag gert. Einnig býðst áframhaldandi stuðningur frá ráðgjafa Attentus.
Lengd: Vinnustofan skiptist í tvo hluta og fer fram á tveimur dögum, þar sem hver dagur samanstendur af 3 klukkustundum. Ráðgjafinn mun fylgja eftir með stuðningi við útfærslu teymissamkomulagsins.