Starfslýsingar

Starfslýsingar innihalda upplýsingar um helstu verkefni og skyldur starfsfólks, hvaða kröfur eru gerðar um hæfni, menntunar- og reynsluviðmið, auk annarra upplýsinga sem tengjast stöðunni. Markmiðið með starfslýsingum er að tryggja sameiginlegan skilning atvinnurekanda og starfsfólks um kröfur starfsins og hvaða væntingar eru gerðar til starfsfólks. Þær eru grunnur að starfsmannasamtölum, mati á frammistöðu og verða að vera til staðar vegna jafnlaunavottunar.  Starfslýsingar nýtast einnig í ráðningum og við mat á fræðslu.

Ráðgjafar Attentus hafa áralanga reynslu í því að útbúa starfslýsingar í samvinnu við fjölmörg fyrirtæki og stofnanir.

Starfslýsingar innihalda meðal annars;

  • Upplýsingar um hvert markmið starfsins er
  • Hver eru helstu verkefni
  • Hverjar eru kröfurnar um menntun, hæfni og reynslu

Tengiliðir

Drífa Sigurðardóttir