Starfslok

Frelsi vinnuveitanda til að segja upp starfsfólki fylgir mikil ábyrgð enda getur uppsögn starfsmanns haft veruleg áhrif á aðstæður hans og sjálfsmynd. Því er mikilvægt að þess sé sérstaklega gætt að sýna starfsfólki virðingu og vanda til verka og þannig leitast við að lágmarka neikvæð áhrif uppsagnarinnar á viðkomandi starfsmann, fyrirtækið og annað starfsfólk þess. Að ýmsu er að hyggja þegar til slita ráðningasambands kemur, af hvaða ástæðum sem starfslok ber að. Lög, reglur, ráðningasamningur og kjarasamningar koma ávallt til skoðunar sem og mannlegi þátturinn. Meta verður aðstæður hverju sinni og geta ráðgjafar okkar aðstoðað við undirbúning og framkvæmd uppsagna, bæði í einka- og opinbera geiranum, hvort sem um einstaka uppsagnir er að ræða eða hópuppsagnir.

 

Ráðgjafahópurinn okkar samanstendur af mannauðsráðgjöfum, lögfræðingum og sálfræðingi sem mynda öflugt teymi sem skoða málin frá ýmsum hliðum og vinna að því að finna bestu lausnirnar hverju sinni. Þá aðstoðum við einnig við starfslokaferli þegar starfsmaður segir starfi sínu lausu eða lætur af störfum sökum aldurs. Komi upp aðstæður þar sem fyrirhugað er að rifta ráðningasambandi, þ.e. að láta starfsmann fara fyrirvaralaust án uppsagnarfrests, er mikilvægt að leita sér ráðgjafar áður en farið er út í slíka framkvæmd.

Við aðstoðum fyrirtæki og stofnanir m.a. við;

  • Áminningar
  • Uppsagnir
  • Endurskipulagningu starfa
  • Starfslokasamninga
  • Starfslokaferli
  • Starfslokasamtöl
  • Starfslok vegna aldurs
  • Hópuppsagnir
  • Fræðslu og þjálfun er varðar starfslok
  • Starfslok erlendra starfsmanna
  • Arftakaáætlanir
  • Yfirfærslu þekkingar

Ráðgjöf til starfsfólks vegna atvinnumissis og aðstoð við atvinnuleit

Tengiliðir

Ástríður Þórey Jónsdóttir