Fyrirlestur fyrir stjórnendur og starfsfólk þar sem farið er yfir stjórnun og samskipti erlendra starfsmanna, menningarmun, fjölbreytileika og inngildingu. Markmiðið er að auka skilning stjórnenda á menningu og þörfum starfsmanna af erlendum uppruna sem hafa ekki íslensku sem móðurmál eða tala ekki íslensku.
Fjallað verður um:
- Menningarmun
- Fjölmenningu
- Staðalímyndir
- Samskipti og endurgjöf
- Stjórnun og upplýsingaflæði
Lögð verður áhersla á umræður og opið samtal við þátttakendur. Hópurinn mun á námskeiðinu fá tækifæri til að ræða mál sem hafa komið upp, einnig að velta ýmsum lausnum í þeim málefnum.
Boðið verður upp á fund með ráðgjafa Attentus að námskeiði loknu til frekari stuðnings.
Fræðslan er sérsniðin að þörfum hvers fyrirtækis.
Gert er ráð fyrir 15 – 30 mínútum í umræður í kjölfar fyrirlesturs.