Mannauðsstjóri til leigu felur í sér að ráðgjafi er með viðveru á vinnustaðnum í tilgreindan tíma á mánuði. Hann leiðir verkefni á sviði mannauðsmála og veitir stjórnendum og starfsfólki nauðsynlega leiðsögn og stuðning. Unnið er samkvæmt stefnumiðaðri mannauðsstjórnun, þar sem áhersla er á náið samstarfi við stjórnendur, beina tengingu við rekstrarleg markmið og eftirfylgni við innleiðingu.
Með samningi um mannauðsstjóra til leigu færðu aðgang að breiðum hópi sérfræðinga sem búa yfir víðtækri þekkingu á sviði mannauðsmála.
Við sköpum traustan grunn fyrir mannauðinn, setjum mælanleg markmið til að fylgjast með framvindu og stuðlum að heilbrigðum vinnustað.
Mannauðsstjóri til leigu felur í sér:
- Fasta viðveru mannauðsstjóra, t.d. einu sinni í viku
- Úttekt í upphafi á stöðu mannauðsmála, gerð aðgerðaráætlunar og eftirfylgni
- Klæðskerasniðnar lausnir
- Aðgang að sálfræðiráðgjöf Attentus, EKKO mál
- Aðgang að víðtækri þekkingu og reynslu á sviði vinnuréttar, kjara- og launamála, stjórnunar, markþjálfunar, teymisþjálfunar, úrlausnar erfiðra starfsmannamála, fræðslu og þjálfunar
- Ráðgjöf um samskipti við erlent starfsfólk, fræðslu um menningarmun og inngildingu
Þjónustan hentar öllum fyrirtækjum og stofnunum og kostnaður er í samræmi við þarfir og stærð vinnustaðarins.
Í dag eru um 20 fyrirtæki og stofnanir með fasta samninga við Attentus um mannauðsstjóra til leigu. Fyrirtæki sem hafa valið þessa leið hafa margir náð auknum árangri í stjórnun mannauðsmála, betri rekstrarniðurstöðu með lægri kostnaði, aukinni ánægju starfsmanna og betri heildarafkomu.
Attentus fékk viðurkenningu frá FKA árið 2012 vegna brautryðjendastarf fyrir verkefnið „Mannauðsstjóri til leigu“. Fyrirtækið hefur verið leiðandi á þessu sviði á Íslandi.