Leiðtogaþjálfun

Leiðtogaþjálfunin er sérstaklega hönnuð fyrir stjórnendur sem vilja efla leiðtogafærni sína, hvort sem er almennt eða í tengslum við ákveðin málefni sem snúa að stjórnendastarfi. Þjálfunin er sérsniðin að þörfum hópsins og fyrirtækisins, og einblínir á þá þætti sem þarf að styrkja í rólegu og nærandi umhverfi.

Þjálfunin fer fram á einum eða tveimur dögum þar sem fagleg vinna og umræður renna saman við leiki og æfingar sem styrkja leiðtogafærni og samvinnu.

Þemað er aðlagað hverju hópi, og möguleiki er á að velja fleiri en eitt þema.

Dæmi um efnistök eru:

  • Nýir stjórnendur
  • Erfið starfsmannamál s.s. EKKO
  • Menningarmunur, fjölbreytileiki og inngilding
  • Samskipti á vinnustöðum
  • Starfsmannasamtal og endurgjöf
  • Streita, álag og vellíðan í vinnu
  • Breytingastjórnun

Þjálfunin samanstendur af fræðslu, umræðum, vinnustofum og raunæfingum, auk útiverkefna þar sem valin málefni eru í forgrunni.

Tengiliðir

Monika Katarzyna Waleszczynska
Hildur Vilhelmsdóttir