Markmið námskeiðsins er að styrkja stjórnendur í að takast á við erfið starfsmannamál með leiðréttandi endurgjöf og markmiðasetningu. Einnig verður farið yfir hvað þarf að gera þegar endurgjöfin ber ekki árangur og hvernig best sé að setja áminningarferli í farveg með öruggum hætti.
Á námskeiðinu verður farið yfir erfið starfsmannamál, birtingarmynd og skilgreiningar og hlutverk stjórnandans í úrlausn þeirra.
Erfið starfsmannamál geta verið samskiptavandamál, óæskileg hegðun, stjórnun, veikindi og fleira.
Lögð verður áhersla á umræður og opið samtal við stjórnendur um áskoranir þeirra varðandi starfsmannamál og hvernig takast skal á við þær áskoranir.
Stjórnendahópurinn mun á námskeiðinu fá tækifæri á að taka fyrir dæmi frá þeirra vinnustað og vinna með á námskeiðinu. Boðið verður upp á fund með ráðgjafa Attentus að námskeiði loknu til frekari stuðnings.
Lengd: 3 klst.