Rannsóknir sýna að árangursrík endurgjöf hefur áhrif á helgun starfsfólks sem skilar fyrirtækinu margvíslegum ávinningi í formi skilvirkni, betri þjónustu, færri gæðafrávikum og færri fjarvistum.
Markmið námskeiðsins er að auka hæfni stjórnenda í að veita árangursríka endurgjöf, hvort sem er hrós eða leiðréttandi endurgjöf, á störf og hegðun starfsfólks. Lögð verður áhersla á umræður og opið samtal við stjórnendur um áskoranir þeirra í starfsmannamálum. Kynnt verða endurgjafar- og samtals módel sem styðjast við aðferðafræði markþjálfunar sem gera endurgjafar samtalið markvisst og hvetjandi.
Lengd: 2 x 3 klst. Boðið er upp áframhaldandi stuðning með ráðgjafa Attentus.