FÓLKIÐ

María Klara Jónsdóttir

Ráðgjafi/lögfræðingur

847 7625 / maria@attentus.is

María Klara er lögfræðingur og hefur aflað sér málflutningsréttinda fyrir héraðsdómstólum en hún lauk lagaprófi frá Háskólanum í Reykjavík og stundaði einnig nám við lagadeild Stockholm University. Eftir að hafa útskrifast með meistaragráðu í lögfræði hóf hún störf sem mannauðsstjóri flugfreyja og flugþjóna hjá Icelandair og hefur því víðtæka reynslu af mannauðsmálum. María Klara hefur sótt námskeið á sviði mannauðsmála og sinnt ráðgjöf er varðar ráðningar, áminningar, uppsagnir og starfslok.

María Klara starfaði síðast sem héraðsdómslögmaður hjá Íslensku lögfræðistofunni frá árinu 2018 til 2021 og starfaði einnig sem lögfræðingur endurupptökunefndar. Í fyrri störfum sínum sem lögmaður hefur hún sinnt fjölbreyttum verkefnum m.a. á sviði vinnuréttar, stjórnsýsluréttar og við málflutning og þekkir þannig til starfsemi dómstóla.

Skráðu þig á póstlistann