Stjórnendamat auðveldar stjórnendum að átta sig á styrkleikum sínum og veikleikum og hvar tækifæri til umbóta liggja. 360° stjórnendamat Attentus byggir á CCL (Center of Creative Leadership).
Úttektir og greiningar
Góður jarðvegur er grundvöllur vaxtar. Það þarf trausta innviði, öflugan mannauð og góð rekstrarskilyrði. Með greiningu á mannauðsmálum fá fyrirtæki skýra mynd á hvort grunnurinn er traustur og hvaða tækifæri eru til vaxtar.
Við bjóðum upp á sérsniðnar greiningar sem eru hannaðar í samræmi við þarfir og óskir hvers viðskiptavinar við að greina starfsánægju með það að markmiði að auka vellíðan starfsmanna.
Við aðstoðum fyrirtæki við að skilgreina lykilárangursmælikvarða í mannauðsmálum út frá stefnu fyrirtækisins. Sem dæmi um mælingar má nefna starfsmannaveltu, starfsánægju, fjarvistir, stjórnun, vinnustaðarmenningu ofl. þætti.
Attentus veitir klæðskerasniðna ráðgjöf þegar kemur að launagreiningum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Attentus vinnur með viðskiptavinum við að þróa og útfæra lausnir sem nýtast í síbreytilegu umhverfi og er í samræmi við markmið og stefnu viðskiptavinarins.
Attentus er viðurkenndur þjónustuaðili í vinnuvernd frá Vinnueftirlitinu og tekur að sér úttektir á kvörtunum vegna meints eineltis/áreitni/ofbeldis á vinnustað.
Hjá Attentus starfa lögfræðingar með víðtæka reynslu og þekkingu á sviði stjórnsýslu- og vinnuréttar.