Attentus hefur aðstoðað um þriðjung fyrirtækja sem hafa hlotið jafnlaunavottun

Nú hafa um 60 fyrirtæki hlotið jafnlaunavottun frá Jafnréttisstofu og hafa þar með uppfyllt kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012.
Attentus er stolt að því að hafa veitt um þriðjungi þeirra fyrirmyndarfyrirtækja ráðgjöf í vegferð sinni á leið sinni í átt að auknu jafnrétti kynjanna.

Lista yfir fyrirtæki má finna á heimasíðu Jafnréttisstofu https://www.jafnretti.is/

Hvað segir Íslandsbanki:

„Við fengum Attentus til að aðstoða okkur við innleiðingu Jafnlaunastaðalins og áttum við þá einstaklega gott samstarf. Ráðgjafar Attentus hafa mikla þekkingu og reynslu á starfsmati, launagreiningum, jafnréttismálum og gæðamálum. Þessi viðamikla þekking kom sér sérstaklega vel í þetta verkefni þar sem þeir áttu auðvelt með að leiðbeina um þau verkefni sem nauðsynlega þurfti að vinna til þess að staðalinn yrði uppfylltur. Þetta varð til þess að flækjustig verkefnisins minnkaði til muna og vinnan við verkefnið gekk hratt og örugglega fyrir sig.“