VR hefur veitt fimmtán fyrirtækjum titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki 2019. Fyrirtækin voru valin samkvæmt niðurstöðum könnunar sem VR stendur fyrir meðal þúsunda starfsmanna á almennum vinnumarkaði. Attentus er fyrirmyndartæki í hópi lítilla fyrirtækja, þar sem starfsmenn eru færri en 30, ásamt fjórum öðrum.
Markmið könnunarinnar er að afla upplýsinga um viðhorf starfsmanna til síns vinnustaðar en könnunin er einnig vettvangur starfsmannanna til að segja stjórnendum hvað er vel gert og hvað mætti betur fara.