Attentus hefur hlotið viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2020 að mati Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Um 2,7% fyrirtækja landsins uppfylla skilyrðin við valið. Viðskiptablaðið var með sérútgáfu um þau fyrirtæki sem hlutu þessa viðurkenningu og á bls. 50 er viðtal við Ingu Björgu framkvæmdastjóra Attentus. Þar segir Inga m.a.
„Rekstri Attentus mætti í raun skipta í tvennt. Annars vegar er félagið með fasta samninga við fyrirtæki um lausnina mannauðsstjóri til leigu eða bakhjarl í mannauðsmálum, þar sem Attentus veitir sérhæfða þjónustu í mannauðsstjórnun sem fyrirtæki og stofnanir úthýsa. Það hefur gefið rekstrinum mikinn stöðugleika og í dag eru um 20 fyrirtæki og stofnanir með fasta samninga við Attentus um mannauðsstjóra til leigu eða bakhjarl. Hins vegar veitir félagið tímabundna sérhæfða ráðgjöf á sviði úttekta, greininga, ráðninga, markþjálfunar og fleira. Á meðal sértækra verkefna sem félagið sinnti á síðasta ári má nefna ráðgjöf félaga við innleiðingu á jafnlaunavottun. „