Sigríður er ein af eigendum Attentus. Helstu verkefni Sigríðar hjá Attentus er stjórnendaráðgjöf, úttektir á mannauðsmálum, samskiptamál, markþjálfun, EKKO mál, erfið starfsmannamál, ráðningar og mannauðsstjóri til leigu.
Sigríður lauk MBA námi frá West Virginia University, AMP námi frá IESE Business School og stjórnendamarkþjálfun (e. Executive Coaching) frá Opna Háskólanum í Reykjavík og Coach University. Áður hafði hún lokið lagaprófi frá Háskóla Íslands. Hún hefur víðtæka reynslu af mannauðsmálum, stjórnun og rekstri bæði hérlendis og erlendis.
Sigríður starfaði hjá LOGOS lögmannsþjónustu á árunum 2002 til 2014, fyrst sem skrifstofu- og starfsmannastjóri og síðar sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs. Áður var hún sem skrifstofu- og starfsmannastjóri hjá Aubrey Daniels International í Atlanta í Bandaríkjunum. Sigríður hefur setið í stjórnum fyrirtækja og tilnefningarnefndum.
Recent Comments