Við sérhæfum okkur í að aðstoða fyrirtæki við að þróa og skilgreina lykilárangursmælikvarða í mannauðsmálum, sem eru í samræmi við stefnu fyrirtækisins.
Hvað eru Lykilárangursmælikvarðar? Lykilárangursmælikvarðar (KPI) eru mælikvarðar sem hjálpa fyrirtækjum að meta árangur þeirra í að ná markmiðum sínum. Í mannauðsmálum er mikilvægt að skilja hvernig starfsfólkið starfar, hvernig það hefur áhrif á fyrirtækið og hvernig hægt er að bæta aðstæður þess.
Mælingar sem við skoðum eru t.d.;
1. Starfsmannavelta: Við veitum úrræði til að mæla og greina starfsmannaveltu sem getur hjálpað fyrirtækjum að finna ástæður fyrir brottfalli starfsmanna og þróa stefnu til að auka starfsánægju.
2. Starfsánægja: Með því að framkvæma starfsánægjukannanir og greina niðurstöður, hjálpum við fyrirtækjum að skilja þarfir starfsmanna sinna og skapa umhverfi þar sem þeir blómstra.
3. Fjarvistir: Við veitum einnig aðstoð við að greina og mæla fjarvistir starfsmanna, sem getur veitt innsýn í heilsu starfshátta og vinnustaðarmenningu.
4. Stjórnun: Við hjálpum fyrirtækjum að þróa leiðir til að bæta stjórnun og samskipti innan teymanna, sem stuðlar að betri frammistöðu og aukinni starfsánægju. Einnig bjóðum við upp á 360°stjórnendamat.
5. Vinnustaðarmenning: Við veitum aðstoð við að greina og styrkja vinnustaðarmenningu, sem er grunnur að því að skapa jákvæða starfsumhverfi þar sem allir geta blómstrað.
Við byrjum á því að skilja stefnu fyrirtækisins, frammistöðu þess og þarfir. Síðan vinnum við með ykkur við að þróa sérsniðnar mælingar sem henta ykkar markmiðum. Markmið okkar er að stuðla að heilbrigðri vinnustaðarmenningu og rýna í áhættuþætti sem geta dregið úr starfsánægju.