Vinnuréttur

Hjá Attentus starfa lögfræðingar með víðtæka reynslu og þekkingu á sviði stjórnsýslu- og vinnuréttar. Þau lagasvið geta spilað veigamikið hlutverk við ákvarðanatöku á sviði mannauðsmála, sérstaklega varðandi réttindi og skyldur starfsfólks. Góður undirbúningur og upplýst ákvarðanataka, þar sem hugað er að þeim lagaramma sem gildir hverju sinni, eykur líkur á farsælum málalokum og minnkar líkur á erfiðum og kostnaðarsömum eftirmálum. Lögfræðingar Attentus veita trausta ráðgjöf um margvísleg álitaefni á sviði vinnuréttar þar sem málin eru skoðuð frá öllum hliðum áður en haldið er af stað.

Sérfræðiþekking lögfræðinga Attentus beinist að;

  • Lögfræðiráðgjöf á sviði vinnuréttar og stjórnsýslu
  • Opinberum ráðningum, hæfninefndum, rökstuðningi
  • Ráðningarsamningum
  • Starfslokasamningum
  • Áminningum
  • Uppsögnum
  • Handleiðslu til stjórnenda í viðkvæmum starfsmannamálum

Tengiliðir

Ástríður Þórey Jónsdóttir