Starfsemi Attentus
Attentus veitir fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf um allt sem snýr að rekstri út frá áherslum mannauðsstjórnunar ásamt því að bjóða upp á sálfræðiþjónustu með áherslu á atvinnulífið. Hjá Attentus starfar öflugur hópur með mikla og fjölbreytta reynslu á sviði mannauðs- og stjórnunarráðgjafar, sálfræðiþjónustu og stefnumótunar. Ráðgjafar okkar búa yfir mikilli innsýn í ólíka atvinnugeira og nýta bestu aðferðir mannauðsstjórnunar. Við hjálpum viðskiptavinum okkar að byggja upp öfluga innviði, stuðla að heilbrigðri vinnustaðarmenningu og auka samkeppnishæfni sína. Við leggjum áherslu á nána samvinnu við viðskiptavini okkar þar sem markmiðið er að skapa varanlegar lausnir og bæta rekstur þeirra til lengri tíma.
Attentus er eitt öflugasta fyrirtæki á sviði mannauðsmála á íslenskum markaði og byggir þjónusta fyrirtækisins á fjórum meginstoðum:
- Mannauðsráðgjöf
- Sálfræðiráðgjöf
- Úttektum og greiningum
- Fræðslu og þjálfun
Við veitum áreiðanlegan stuðning, nýstárlegar lausnir og örugg skref til árangurs. Traust, heiðarleiki og fagmennska eru kjarninn í öllu okkar starfi. Við erum stolt af því að hjálpa fyrirtækjum að þroskast og ná framúrskarandi árangri með heilbrigða vinnustaðarmenningu að leiðarljósi.
Saga fyrirtækisins
Attentus – mannauður og ráðgjöf ehf. var stofnað árið 2007 af Árnýju Elíasdóttur, Ingu Björgu Hjaltadóttur og Ingunni Björk Vilhjálmsdóttur. Núverandi eigendur eru Ástríður Þórey Jónsdóttir, Drífa Sigurðardóttir, Guðríður Sigurðardóttir, Helga Lára Haarde, Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir. Allir eigendur starfa sem ráðgjafar hjá Attentus.
Verkefni Mannauðsstjóri til leigu og bakhjarl hafa frá stofnun skipað stóran hluta af verkefnum Attentus á sviði mannauðsráðgjafar og höfum við gegnum árin sinnt við fjölbreyttum verkefnum fyrir fyrirtæki úr mismunandi geirum atvinnulífsins, þ.m.t. byggingariðnaði, upplýsingatækni, heilbrigðisþjónustu, opinberri þjónustu og atvinnusamtökum.
Undanfarin misseri hefur verið lögð sérstök áhersla á stuðning við fyrirtæki í ferlum er varða EKKO mál, teymisþjálfun, fræðslu um menningarmun og inngildingu, ráðningar og starfslok, ásamt víðtækum greiningum og úttektum á mannauðsmálum og vinnustaðarmenningu. Einnig höfum við aðstoðað yfir 200 fyrirtæki og stofnanir við að innleiða jafnlaunavottun og ráðgjöf tengdri jafnlaunavottun.
Merki Attentus
Attentus merkir að vera athugull og áhugasamur. Við völdum nafnið með það í huga að vera athugul og áhugasöm, greina þarfir og áskoranir og vinna stefnumiðað með okkar viðskiptavinum í mannauðsmálum.
Myndirnar á heimasíðunni
Við fengum tvær myndlistarkonur til að hanna allar myndir fyrir heimasíðu Attentus.
- Rán Flygering hannaði forsíðumynd Attentus. Myndin er lýsandi fyrir fjölbreytileika samfélagsins.
- Svanhildur Halla Haraldsdóttir hannaði allar myndir fyrir vörur Attentus og kynningarefni.
Báðar listakonurnar nota liti úr vörumerki Attentus, appelsínugulan, bláan, gráan og hvítan.
Aton hannaði logo Attentus og plúsarnir í vörumerkinu merkja virðisaukandi þjónustu, við erum ávallt að reyna að bæta þjónustu viðskiptavina okkar, vinnustaðarmenningu og auka rekstrarárangur.