Við bjóðum upp á sérsniðnar greiningar sem eru hannaðar í samræmi við þarfir og óskir hvers viðskiptavinar við að greina starfsánægju með það að markmiði að auka vellíðan starfsmanna.
Við mælum m.a.
Starfsánægju: Hvernig upplifa starfsmenn vinnustaðinn?
Tryggð og hollustu: Hvaða þættir styrkja tengslin við fyrirtækið?
Starfsþróun og endurgjöf: Hvernig er unnið að persónulegri og faglegri þróun?
Stjórnun og starfsanda: Hvernig er stjórnunin að vinna að jákvæðu starfsumhverfi?
Liðsheild: Hvernig er samvinna milli deilda og teymis?
Vinnuálag og streitu: Hvernig er aðstoð við að draga úr streitu í starfi?
Jafnrétti: Hvernig er tryggt að allir starfsmenn njóti jafnréttis?
Samræming fjölskyldulífs og vinnu: Hvernig er stuðlað að betri jafnvægi?
Vinnustaðamenningu: Hvernig er menningin að styrkja fyrirtækið?
Eftir vinnustaðagreiningu setjum við fram skýrar tillögur að aðgerðum sem hjálpa ykkur að innleiða breytingar og efla vinnustaðamenninguna. Við bjóðum einnig upp á stuðning við innleiðinguna, svo að þið séuð ekki ein á ferðinni.