Viðverustjórnun

Við bjóðum upp á námskeið um Viðverustjórnun með það að markmiði að auka vellíðan, starfsánægju og framleiðni starfsfólks. Viðverustjórnun er ekki aðeins mikilvægt verkfæri til að samræma vinnuferli við fjarvistir, heldur einnig leið til að tryggja heilbrigði og vellíðan starfsfólks.

Á þessu námskeiði fer þú í gegnum:

  • Skilgreiningu á viðverustjórnun: Hvað felst í því og hvers vegna það skiptir máli?
  • Áhrif fjarvista: Rannsóknir sýna að tíð fjarvera getur haft alvarleg áhrif á bæði framleiðni og starfsánægju.
  • Ávinning viðverustjórnunar: Aukin framleiðni, færri veikindadagar og virkur mannauður.

Námskeiðið leggur áherslu á opin samtöl og umræður, þar sem þú færð tækifæri til að æfa endurgjafar- og samtalstækni – nauðsynleg verkfæri þegar ræða þarf viðveru við starfsfólk. Auk þess munum við skoða helstu markmið viðverustefnu og hvernig má útbúa árangursríka stefnu sem stuðlar að betri vinnuaðstæðum.

Tengiliðir

Ásgeir Gunnarsson