Attentus hefur þróað aðferð til að greina stöðu mannauðsmála hjá íslenskum fyrirtækjum. Með greiningu á mannauðsmálum fá fyrirtæki skýra mynd af því hvort grunnurinn sé traustur og hvaða tækifæri séu til vaxtar. Við höfum einnig framkvæmt áreiðanleikakannanir (Due diligence) í mannauðsmálum vegna kaupa og samruna fyrirtækja, auk þess sem við framkvæmum stöðutöku á mannauðsmálum hjá fyrirtækjum og stofnunum.
Við byggjum aðferðina á hugmyndafræði stefnumiðaðrar mannauðsstjórnunar og áralangri reynslu okkar af stjórnun og mannauðsmálum. Úttektin felur í sér greiningu á stöðu mannauðsmála, stjórnunar, og tækifærum til úrbóta. Markmiðið er að fá skýra mynd af því hvað er til staðar og hvað vantar upp á varðandi verklag og ferla, lagalegar kröfur tengdar starfsfólki, ráðningarsamninga og starfskjör, hvað gengur vel og hverjar helstu áskoranirnar eru.
Einnig er markmiðið að greina mögulega áhættu, skuldbindingar og tækifæri tengd starfsmönnum og stjórnendum. Við leggjum einnig mat á skipulag, vinnustaðarmenningu, stjórnun, starfsánægju og helstu áhættur í mannauðsmálum.
Með því að framkvæma úttekt á stöðu mannauðsmála er hægt að koma auga á áhættur í rekstri, vernda orðspor fyrirtækisins og taka upplýstar ákvarðanir sem hafa jákvæð áhrif á mannauð og heildarárangur fyrirtækisins.
Úttektin miðar að því að svara eftirfarandi spurningum:
- Er grunnur mannauðsmála í lagi?
- Hvað sýna helstu mælingar á sviði mannauðsmála?
- Er vinnustaðurinn heilbrigður?
Góður jarðvegur er grundvöllur vaxtar. Traustir innviðir, öflugur mannauður og góð rekstrarskilyrði eru nauðsynleg.